Hvað er í gangi?

Hvernig stendur á því að maðurinn getur gengið inn á tvo skemmtistaði með hlaðinn riffil? Ég hélt það væru allsstaðar dyraverðir, sem stöðvuðu svona kújona, eða kölluðu lögregluna til.

Manni verður ekki rótt að vita að það er enginn öruggur, þó hann fari út á lífið  í þeirri góðu trú að hann sé undir alsjáandi vaktarauga vöðvabúntanna sem eru oft við gæslu á veitingahúsum. Etv. voru þessir tveir staðir með einhverja væskla við dyrnar.

En grínlaust, þetta má ekki gerast. Hugsið ykkur hvað hefði getað gerst. Alvarlegast finnst mér að lögreglan þurfti að leita að manninum sem gekk um með hlaðinn riffil og magn af eiturlyfjum, sem segir töluvert um ástandið sem hefði getað skapast.. Hann komst semsagt óáreittur milli staða eftir að einhver tilkynnti hann.

Ein spurning. Er lögreglan í skotheldum vestum til varnar svona löguðu?

 


mbl.is Vopnaður riffli á skemmtistað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo má lögreglan ekki fá rafbyssur til að tryggja öryggi sitt. Ráðamenn ættu að skammast sín yfir hvernig þeir koma fram við lögreglumennina okkar sem leggja sig stöðugt í hættu við að verja borgarana.

Kristinn (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 11:28

2 identicon

Lögreglumenn hafa almennt aðgang að skotvestum á suðvestur horninu já en hvað á almennur lögreglumaður að gera ef það kemur svona útkall?  Skotvesti lögreglumanns hjálpar þér ekkert.

Finnst fólki það ekkert skrítin pæling að ef svona útköll koma til lögreglu þá þarf lögreglan að byrja á því að kalla til lögreglu (sérsveit)?  Sérsveitin starfar ekki allsstaðar á landinu þó hún geti oftar en ekki komið á viðkomandi stað eftir nokkrar klukkustundir.  Ýmislegt sem getur gerst á meðan beðið er eftir sérsveitinni.....

Þetta vill samt almenningur, óvopnaða lögreglu til að takast á við vopnaða glæpamenn.

Lögreglumaður (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 11:30

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er ekkert gaman mál, satt er það Bergljót. Svona mál hafa þó komið upp af og til í gegnum tíðina, lögreglunni hefur tekist að leysa þessi mál, ekki vopnuð öðru en skynseminni einni. En það er undarlegt að eina ráðið sem sumir, eins og hann Kristinn hérna, sjá til lausnar á svona uppákomum er að fjölga byssum, vopna lögregluna. Það hefur allstaðar leitt til aukins ofbeldis og mannvíga. Ég hefði haldið að byssudýrkun Bandaríkjamanna og sú "borgarastyrjöld" sem þar ríkir ætti að vera mönnum víti til varnaðar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.12.2010 kl. 11:43

4 identicon

Ég held að almenningur vilji að lögreglan hafi réttu tækin til að mæta ofbeldisfólki. Það eru ráðamenn sem eru tregir. Enda treystir almenningur lögreglunni mest af öllum ríkisstofnunum.

Kristinn (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 11:48

5 identicon

Ég þakka nú bara guði fyrir að dyraverðir fari ekki að skipta sér af svona fólki.

Sigríður (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 11:51

6 identicon

Það er sorglegt að sjá að menn eins og Axel Jóhan vilji spila rússneska rúllettu með líf lögreglumanna. Hvar annarsstaðar í heiminum má sjá svona heimskuleg komment? "Vopnum lögregluna með skynseminni einni". Það er greinilegt að Axel Jóhann hefur ekki hundsvit á lögreglustarfinu.

Kristinn (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 11:53

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ekkert óeðlilegt er í gangi.  Maður sem starfar við iðnað þar sem hann má búast við því að verða eltur uppi af sadískum kjötfjöllum með einokun í huga hefur ákveðið að hafa vaðið fyrir neðan sig og vopnast.

Axel hér að ofan hefur rétt fyrir sér þegar hann bendir á að hægt er að leysa svona mál með skynseminni.  (Verra er að skynsemi er ekki almenn.)   Alrangt er hinsvegar að einhver borgarastyrrjöld sé í USA.  Slíkt hefur ekki geisað þar í 150 ár.  Og virðist ofbeldisverkum þar frekar fækka eftir því sem vopnum fjölgar frekar en hitt.

Annað mál er svo með skotheld vesti - þau stoppa ekkert yfir .357 magnum - gefið að slíkt skeyti sé sent úr skammbyssu.  centerfire riffilskot stoppa þau ekki, og ekki hnífstungur heldur.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.12.2010 kl. 12:00

8 identicon

Leiðrétting Ásgrímur, hægt er að fá vesti sem eru bæði stungu- (nála og hnífa) og skotheld. Þannig vesti er lögreglan hér á landi að nota... þeas lögreglumenn í þeim embættum sem náðu að spara nógu mikið til að kaupa þau, lögreglumenn í öðrum embættum eru ekki nógu mikilvægir til að fá vesti

Ég (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 12:08

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Það er ótrúlegt hvað lögreglan hefur sloppið vel undan allskyns brjálæðingum hingað til, þó ekki sé það algilt og því miður höfum við hörmuleg dæmi þess, en ég er sammála Axeli um að líklega hefur skynsemin verið hennar sterkasta vopn hingað til.

 Ég er einnig sammála honum um að lögreglan eigi að vera óvopnuð áfram. Ástæðan fyrir því er sú að lögreglumenn eru bara mannlegir eins og aðrir,  og því finnast fautar, beggja vegna þeirrar línu sem mætti kalla "löglínu"og hefur nokkrum lögreglumönnum orðið hált á svellinu innan þeirrar línu. Þess vegna finnst mér ekki þorandi að taka sjensinn, en þeir sem myndu aldrei misnota aðsöðu sína eða fara á taugum, þó yfir byssu eða rafbyssu réðu, verða að þola fyrir það.

En, að hver einasti lögreglumaður fái ekki vesti sér til varnar strax í upphafi starfa finnst mér alger óhæfa. Það getur ekki gert neitt verra annað en mögulega að bjarga mannslífi og það eigum við ekki að spara neitt.

Bergljót Gunnarsdóttir, 5.12.2010 kl. 13:09

10 identicon

Ég hélt að það væri lögreglan sjálf sem valdi síðustu skiptin að hafna frekari vopnum, bæði hér og í Noregi (Kristinn) hafa menn haft vit á því að hafna frekari vopnum enda alþekkt að um leið og lögreglan vopnar sig þá vopna glæpamennirnir sig um leið, gott dæmi um þetta er Svíþjóð þar sem glæpamenn hafa farið út í hríðskotabyssur og lögreglumenn skotnir niður árlega.

Hinn (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 13:56

11 identicon

Hinn, það er ekki rétt að lögreglan sjálf hafi hafnað þessum vopnum. Hin almenni lögreglumaður vill fá þessi tæki í notkun. Það var ríkislögreglustjóri sem hafnaði þessum tækjum fyrir hinn almenna lögreglumann.

Þetta er líka nokkuð algengur misskilningur hjá þér að glæpamenn vopnist í takt við lögregluna. Þeir vopnast í takt við aðra glæpamenn. En á meðan vopnakapphlaupið stendur yfir hjá glæpalýðnum þá situr lögreglan eftir vopnlaus og þarf að fást við hinn vopnaða lýð.

Ég veit til dæmis ekki til þess að glæpamenn í Færeyjum séu mikið að skjóta á lögregluna þótt lögreglumenn þar séu vopnaðir skammbyssum.

Stefán (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 15:12

12 identicon

En Stefán, getur þú sýnt fram á mörg dæmi þess að glæpamenn séu að skjóta á lögregluna hér heima þó svo að lögreglan sé óvopnuð?

Eiríkur (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 16:13

13 identicon

þegar lögreglan mun skjóta á glæpamennina munu þeir svara i sama kalli hiklaust..


Sérsveitinn er vopnuð skammbyssum og MP5 hríðskotabyssum... er það ekki nóg?

Hversu oft hefur verið skotið á sérsveitina í útkalli eða lögregluþjón í starfi?

Og hinn venjulegi lögreglumaður hefur ekkert við að gera að fara í vopnaða menn.. hvort sem hann hefur rafbyssu eða ekki... þar sem flestir þeirra hafa ekki einu sinni byssuleyfi til að meðhöndla slíka gripi, eftir yfirbugun


Jæja látum okkur sjá "við gefum jóni löggu rafbyssu... hann mættir manni vopnuðum haglabyssu sem er hlaðinn á skemmtistað, hversu miklar líkur eru á að allt færi úrskéðis ef jón mundi skjóta glæpamanninn með rafbyssunni og gefa honum hressilegt stuð svo vöðvarnir myndu kippast til og taka i gikkinn á byssunni og þá sæji þessi lögreglumaður enn fleirri slasaða.

tóto (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 16:28

14 identicon

Tóto sýnir hér hversu mikilli VANþekkingu hann býr yfir. Allir lögreglumenn hafa byssuleyfi enda er meðferð skotvopna kennd við lögregluskólanum og allir sem þaðan útskrifast taka byssuleyfið um leið. Hinsvegar hafa þeir ekki veiðikort nema að þeir sæki sér það.

 Rafbyssur eru ekki endilega besta vopnið til að mæta mönnum með skotvopn. Þær eru hinsvegar mjög ákjósanlegar til að mæta mönnum með hnífa og barefli. 

Það er líka gaman að heyra hvað margir að hvað mörgum finnst ekki ástæða til að búa lögreglumenn betur af því að enginn hefur verið skotinn ennþá. Á semsagt að bíða þar til búið er að skjóta einn eða tvo áður en eitthvað verður gert...byrgja brunninn eftir að barnið er dottið í hann???

Það gerðu Danir. Allir lögreglumenn þar voru óvopnaðir þar til tveir stöðvuðu bíl sem innihélt geðtruflaðan mann. Hann skaut báða lögreglumennina til bana. Daginn eftir var búið að vopna alla dönsku lögregluna.

Ég held sjálfur að besta leiðin væri að vopna ekki íslensku lögregluna en að koma vopnum í lögreglubifreiðarnar þannig að hægt væri að grípa til þeirra í neyð. Þann hátt hefur norska lögreglan haft á lengi og gefist vel. Þá myndi lkögreglumaðurinn ekki missa nándina við fólk vegna byssu í beltinu en gæti þá hörfað í bílinn og sótt vopn ef neyðin steðjaði að.

Eiki (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 16:51

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er ekki sannfærður um að stofnun "sérsveitarinnar" Íslensku hafi verið gæfuspor.

Margt bendir til þess að vopnuð mæting gegn "vopnuðum" mönnum í fylliríisrúffi auki aðeins hættuna á að þeir beiti vopninu.

Þessi Taser áróður fer svo út yfir öll mörk. Margt bendir til að notkun þeirra sé langt frá því að vera jafn hættulaus og af er látið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.12.2010 kl. 17:29

16 identicon

Fyrst þú ert svona mikill sérfræðingur Axel, hvað eiga lögreglumenn þá að gera þegar menn vopnaðir skotvopnum eða hnífum eru til ama?

Og það má minnast á það að Sérsveitin hefur aldrei beitt skotvopni í aðgerðum sínum

http://www.visir.is/sersveitin-send-ut-300-sinnum-i-fyrra/article/2010658360442

Óskar (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 18:56

17 Smámynd: Jónas Jónasson

fyrst að það er nú liggur við löglegt að flytja inn selja eða nota stera þá sé ég akkúrat ekkert athugavert eða óeðlilegt við þetta??

Jónas Jónasson, 5.12.2010 kl. 19:33

18 identicon

Smá greining á stöðunni: Þessi maður hefur sennilega verið með byssu til að vernda sig gegn ofbeldisfullu fólki í eiturlyfjaheiminum, þar sem hann var sjálfur með eiturlyf á sér og notaði ekki byssuna gegn lögreglunni eða almennum borgurum.

Svona fólk er yfirleitt ekki í stríði við lögregluna heldur við fólk sem vill líkamlega meiða það. Þeir eru ekki í vopnakapphlaupi við lögguna heldur við hvorn annan. Eins og fréttir, þessi og aðrar, benda okkur á þá eiga margir glæpamenn nú þegar vopn.

Það þýðir hins vegar ekki að lögreglan eða almennir borgarar eigi að gera ráð fyrir því og reyna að stöðva glæpamenn óvopnaðir, eða láta þá vaða yfir sig. 

Lögreglan og almennir borgarar ættu því að hafa möguleikann á að vopna sig til að verjast gegn glæpamönnum, sem eiga nú þegar vopn.

GG (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 21:47

19 identicon

Mér finnst alveg mögnuð umræðan hérna um um vopnvæðingu og þá ávallt vitnað í USA og byssumenningu þeirra. Ég persónulega sé ekkert athugavert við þá menningu enda tel ég sjálfsagðan rétt að bera og eiga vopn. Byssulöggjöfin er td mun opnari í Finnlandi heldur en í USA og þar sjáum við ekki jafn marga ofbeldisglæpi eða Skólaskotárásir.

En eitt verðið þið að vita, það er ekkert sem heitir skot"held" vesti, heldur eru þetta vesti sem eiga hægja á og í besta falli stöðva kúluna. En menn geta fengið innvortis blæðingar eftir kraftinn sem kúlan skilur eftir sig.

Ég tel fyllilega rétt að lögreglan eigi að vígbúast, og mun ég ekki hika við að plaffa hvern þann niður sem reynir eitthvað misjafnt heima hjá mér !

Kveðja, Einn með byssuleyfi !

Rem 870 (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 08:37

20 Smámynd: Kommentarinn

Rem 870 svona heima plaffarar eins og þú valda mun fleiri dauðsföllum en glæpamenn þar sem einhver er óvart plaffaður eða plaffar sig sjálfur.

http://en.wikipedia.org/wiki/Gun_violence_in_the_United_States

Síðan er athugavert að fyrir hverja 2 sem eru skotnir viljandi er einn sem er óvart skotinn.

Því fleiri byssur --> því fleiri eru skotnir. FACT. Auðvitað eru aðrir þættir sem hafa líka áhrif sem valda því að ekki eru jafn margir skotnir í Finnlandi eða Kanada en í Bandaríkjunum. Vinsælasta skýringin er að Kanar séu asnar en ég veit samt ekki hver hin raunverulega skýring er.

Kommentarinn, 6.12.2010 kl. 13:24

21 identicon

Kommentarinn, í flestum tilfellum slasast enginn þegar byssa er notuð til að hindra glæp. Oft þegar byssa kemur til leiks tekst að leysa vandann án þess að hún sé notuð.

Dæmi um að fleiri byssur þýða ekki fleiri glæpir eða dauðsföll (nema kannski á slæma fólkinu) eru Sviss og Kennesaw, GA.

GG (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband