Drög að Krimma

 

Ég hef alltaf haft gaman að leynilögreglusögum og legg oft miklar pælingar í allskyns fléttur þar að lútandi. Myndi ég skrifa eina slíka í dag segði hún frá  frú Cross, sem vill gerast trúarleiðtogi Íslendinga við aðskilnað ríkis og kirkju.

Hvað er auðveldara en að táldraga óvenjulega sjálfhverfan trúarleiðtoga, undir merkjum ástar og aðdáunar, og sprengja síðan upp hjónaband hans. Hún kynnist heilögum manninum, að eigin áliti,  Mr Cross  í  meðferð, þar sem stólpípur og allskyns hjálpartæki spila stóra rullu,  þannig að almenningur er farinn að kalla fyrirbrigðið "Holy shit". 

 Jæja, þegar þessi athyglissjúka kona er búin að giftast manninum, en hún er ein af þeim sem geta ekki látið tímann skera úr um hvort ævisaga hennar sé áhugaverð fyrir eitthvað annað en sjálfshól, þarf auglýsingu og athygli. Hvað vekur mesta athygli, ja, það er nú það. Vitanlega verður bara að skapa stórskandal. Hún fær slatta af kvenfólki, sem hann er búinn að úthúða, til að bera á hann sakir, sannar eða lognar, Það skiptir engu í þessu tilviki. Hann verður að víkja, hún tekur við um stundarsakir, að sögn, en þá er takmarkinu náð.

 Hann kemst aldrei aftur að, hún er klók kvinnan sú, útsjónarsöm með afbrigðum og kann að nýta sér glundroðann sem skapast þegar bosmalítilli þjóðkirkjunni verður kastað fyrir róða af óánægðum meðlimum hennar, vegna hvers skandalans á fætur öðrum þar á bæ. En samantekt sögunnar yrði sú að tækifærismennska á sér hvergi betur uppdráttar en við óheiðarleika forsvarsmanna hvers kyns trúarbragða, kirkjunnar jafnt sem sértrúarsafnaða. 

Þetta er bara svona smáhugmynd að krimma sem ég geng með í maganum þessa dagana. 

Ef fólki finnst þetta minna á eitthvað í raunveruleikanum, er það auðvitað miður, enda varla hægt að ætlast til þess að einhver hegðaði sér svona, til að gera skáldsögu trúverðuga. Hver myndi vilja hafa svona fólk í samfélaginu?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Titill sögu - Gunni Kræst og Jónína "mey": Heilaga stólpípan

DoctorE (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband