29.11.2010 | 21:18
Jólastemmning í Reykjavík
Glöggt er gests augað segir einhversstaðar, en mikið asskoti held ég að því förlist í þetta sinn. Jólastemmningin, sú mesta í 10 útvöldum heimsborgum, á að vera í Reykjavík, en einhvernveginn hef ég á tilfinningunni að það sé innantómt tal, með öllu.
Hvernig mætti það líka vera að borg þar sem allt er í skralli og stór hluti fólks stendur í bónbjargabiðröðum geti verið svona full að jólastemmningu. Við erum þekkt fyrir það Íslendingar að vera allra þjóða hamingjusömust, hverju sem tautar og raular, og núna á einum mesta niðurlægingartíma í sögu þjóðarinnar hef ég fastlega á tilfinningunni að þeir sem mögulega létu blekkjast til að koma og upplifa þessa æðislegu jólastemmningu yrðu fljótir að finna út að bylur hæst í tómri tunnu, eða þannig sko!
Jólastemningin er í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.