Athygli á athyglissjúku fólki

Það er ekkert grín að vera ásakaður um eitthvað sem þú hefur ekki gert og getur lítið gert þér til varnar.

En svona athyglissjúkur maður, á örugglega litla samúð hjá almenningi. Þessi maður sem lét ungan ólánsmann, eiturlyfjasjúkling og banamann móður sinnar koma fram í   sjónvarpinu, eftir að hafa dregið það á réttargeðdeildina  þar sem drengurinn var vistaður. Ásamt þáverandi eiginkonu sinni   lét hann ógæfumanninn biðjast afsökunnar í beinni útsendingu, hágrátandi og örvinglaðan. Þarna fyrirgáfu þau honum í beinni og opinberuðu almenningi gæsku sína. Þetta er einhver ljótasti gjörningur sem ég hef séð og af þeim sökum hef ég enga samúð með þessum manni, hvorki þá eða nú.

Hann stóð þarna með helgislepjusvipinn og lék góða manninn sem fyrirgaf í nafni trúarinnar. Hefði hann fyrirgefið manninum heilshugar án sjónvarpsþáttöku hefði hann líklega fengið áframhaldandi samúð, vegna þess voðaverknaðar sem drengurinn hafði framið. Ég er ansi fegin, að sá sem hann vitnar mest í skuli hafa risið upp úr gröfinni forðum, því annars hefði hann snúið sér hressilega við, við þann gjörning.

Við skulum vona, sé hann saklaus, að hann fái hreinsað mannorð sitt af þessum ásökunumi. En uppákomuna með ólánsmanninn, sem tók líf sitt seinna, verður guð einn að dæma. 

Ps. Mér var bent á að ungi maðurinn væri sprellifandi og biðst ég afsökunnar á  því að hafa tekið hann af lífi hérna á blogginu. Upplýsingarnar sem ég hafði voru greinilega kolrangar. Samkvæmt nýustu fregnum virðist hann við bestu heilsu og stundar samkomur í Krossinum, veslingurinn.                         


mbl.is Gunnar stígur til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru mér fréttir ef rétt er.  Ég veit ekki betur en að þessi ólánsmaður hafi verið á samkomu hjá Krossinum bara fyrir stuttu síðan.

Fyrst hann kom á samkomu þá efast ég stórlega um að hann hafi verið mjög reiður Gunnari fyrir að hafa komið og fyrirgefið sér.

Mér finnst þú reyndar afar dómhörð að ætla að dæma hann fyrir það að hafa fyrirgefið þessum unga manni, jafnvel þó það hafi verið fyrir framan myndavélar.  Ég veit um fáa sem myndu gera slíkt hið sama.  

Ég veit líka að ef ég hefði lent í þessu sama, þ.e. að hafa myrt einhvern á meðan ég hefði verið í vímu, þá hefði ég fegins hendi tekið við fyrirgefningunni, enda nóg fyrir mann að berjast við þá staðreynd að maður hafi myrt einhvern, án þess að vita af því að fyrir utan fangelsið væri fólk sem hataði mann.

Ég segi bara eins og er að þú ættir að skammast þín fyrir orð þín, sparkar í mann sem er í sárum sínum.  Ef eitthvað er á bakvið sögur þessara kvenna þá er samt algjör óþarfi að skíta út það góða sem Gunnar hefur gert.

Hvað? (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 10:00

2 identicon

Þú getur þá kannski bent á minningargrein þessa manns sem þú segir að hafi tekið sitt eigið líf.  Eða ertu bara að tauta um eitthvað sem þú hefur ekkert vit á?  Það skyldi þó ekki vera að þú sért bara að segja eitthvað sem þú heyrðir útundan þér, eða jafnvel verra að þú sért bara að ljúga þessu...

Ef svo er þá hefurðu enn ríkari ástæðu til þess að skammast þín.

Hvað? (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 10:04

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ef maðurinn er á lífi hef ég fengið kolrangar upplýsingar og biðst afsökunnar á því að hafa takið hann af lífi, hérna á blogginu. Annað stend ég við og skammast mín síður en svo.

Bergljót Gunnarsdóttir, 29.11.2010 kl. 10:08

4 identicon

Það er ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að Gunnar notaði morðið á móður sinni til þess að markaðssetja sjálfan sig og krossinn.

doctore (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 10:13

5 Smámynd: Adeline

Doctore- hættu að tala með afturendanum- það er ekki skrítið að þú þorir ekki að koma fram undir nafni.

Adeline, 29.11.2010 kl. 10:30

6 identicon

Ég talaði ekki, ég skrifaði, skrifaði sannleikann.

Halló allir saman, horfið á mig fyrirgefa morðingja móður minnar; Komið og sjáið allir fjölmiðlar.

Sick



doctore (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 10:38

7 Smámynd: halkatla

Þvílík lýsing á morðingjanum!! Ungur, ólánsamur, eiturlyfjaneytandi... Oj þér. Og leyfir þér svo að fordæma Gunnar fyrir að fyrirgefa honum fyrir framan myndavélar. Gott að þessi náungi hafi samt snúið lífi sínu við og eigi núna góðan stuðning í Krossinum. Það finnst mér ótrúlega fallegt.

halkatla, 29.11.2010 kl. 10:55

8 identicon

Já, Adeline og pirrhringur, það er alveg ótrúlegt hvað sumir geta lagst lágt.

Hvað? (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 11:17

9 identicon

Leggjast lágt????

Viljið þið sjá manneskjur leggjast lágt..
http://www.dv.is/frettir/2010/11/29/jonina-ben-staersta-vandamal-gunnars-er-hvad-hann-er-myndarlegur/

Það er algerlega augljóst að hér er mjög svo tæpt lið á ferðinni; Ég hreinlega skora á allar sem hafa hugsanlega lent í Gunnari að stíga fram, koma meintum fórnarlömbum til hjálpar.

Munið, ef þið trúið á hann Jesú, en ekki Gunnar; Þá verða allir sem hafa einhverja vitneskju um þessi mál að stíga fram.

Ég þakka þeim sem hér hafa skrifað og sýnt okkur hversu vel hefur tekist til með að heilaþvo þau í að verja Gunnar með öllum ráðum.

Konurnar sem hafa áskaðað Gunnar, ekki láta þessa Kross-zombies hafa áhrif á ykkur, allt heiðvirt fólk styður ykkur;

doctore (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 11:36

10 Smámynd: Adeline

doctore, þó svo að manni ofbjóði orð þín í þessu tilviki (og oftar ef útí það er farið...) þá þýðir það ekkert að maður sé einhver jónínu og gunnars aðdáandi eða fylgjandi, síður en svo. ég þekki aðeins til í þessu máli - og ég tel útilokað að allar þessar konur - séu að bulla. ekki leggja mér orð í munn þó að ég sé þér ósammála í mörgu.

Adeline, 29.11.2010 kl. 12:05

11 identicon

Samkvæmt hádegisfréttum þá eru 3 aðrar konur að fara að ásaka Gunnar um kynferðislegt ofbeldi, þá eru konurnar orðnar 8.
Hversu miklar líkur eru á að 8 konur taki sig saman og ljúgi svona... hverfandi

Ok Adeline, þú bara talaðir eins og Gunnar talaði í gegnum þig.

doctore (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 12:12

12 identicon

Jónína segir:
"Ég er ekkert viss um að ég væri alveg í sálarflækju ef einhver hefði strokið á mér lærið þegar ég var 19 ára". (Er hún að réttlæta gjörðir mannsins síns ????) Þetta væri mjög svo óviðeigandi hegðun mannsins.

Og svo segir Jónína: Þótt drottinn hefði strokið á mér lærið hefði það ekki eyðilagt líf mitt.“ En vonandi gerir hún sé ...grein fyrir að Gunnar er ekki drottinn.

Berglind (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 12:25

13 identicon

doctore, orð þín eru ekki frekar en venjulega svara verð.

Ég vil þó benda á að það var enginn hérna að verja meint kynferðisofbeldi, né heldur að taka afstöðu til þeirra ásakana.  Það eru ósmekkleg orð Bergljótar um fyrirgefningu Gunnars til morðingja móður hans sem ég var að tala um.

ps. þar sem ég sé að Bergljót hefur breytt blogginu þá vil ég taka fram að ég veit svosem ekkert um það hvort umræddur maður stundi samkomur í Krossinum en ég veit að hann var á samkomu þar ekki fyrir löngu.

Hvað? (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 12:27

14 identicon

Hafðu það eins og þú vilt Hvað. Eitt get ég sagt þér, Gunnar hefur ekkert gott gert, allt sem hann gerir gengur út á hann sjálfan, gvöð er bara svona fjölskyldufyrirtæki sem selur einföldum og sjúkum falskar vonir, og náttlega fyrirgefningu, það er aðalsöluvaran í kristni.

Það var ósmekklegt af Gunnari að kalla til fjölmiðla til að fylgjast með honum fyrirgefa... meira að segja er biblían á móti slíku lýðskrumi

doctore (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 12:32

15 identicon

Jæja, þetta er nú í fyrsta skipti sem ég hef séð þig benda á góðu punkta Biblíunnar.

Að sjálfsögðu er það rétt að ef Gunnar gerði þetta til þess að upphefja sjálfan sig þá er ekkert fallegt við það.  En það er ekkert sem bendir til þess.  Grunar nú að Stöð 2 hafi sóttst frekar eftir því að fá að mynda þetta en að Gunnar hafi gert það.

Það er alltaf hægt að benda á hvaða góðverk sem er og búa til sögu um að það sé gert af slæmum ásetningi, en það þýðir ekki að sú saga sé sönn.  Það sem þú og Bergljót eruð að gera er einfaldlega að búa til slæma sögu um mann og segja hana eins og hún sé sannleikur.

Ég held nú líka að fangelsisyfirvöld færu ekki að leyfa eitthvað svona ef þau grunaði að það lægi eitthvað annarlegt að baki.

Hvað? (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 12:54

16 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hvað? Þvílíkt dulnefni! Ég er ekki vön að svara fólki sem þorir ekki að skrifa undir nafni, en ég vil bara taka fram að ég breytti blogginu ekkert, utan að ég bætti við einni málsgrein.

Bergljót Gunnarsdóttir, 29.11.2010 kl. 12:55

17 identicon

Tek fram að ég er ekki í Krossinum né hef nokurn tíma mætt á samkomu þar. Veit hins vegar og þekki vel, að Krossinn hefur bjargað ýmsum frá glötun. Fullyrðingar á þessu bloggi eru ótrúlegar og munið að meirihlutinn hefur ekki alltaf rétt fyrir sér. Hvort sem það eru ein eða tíu sem saka ásaka mann ættu menn að virða sakleysið þangað til sekt er sönnuð. Virðist sem Berglind hafa sopið seyðið af því með afsökunarbeiðni sinni vegna ásakana. Afsökunarbeiðni ber hins vegar að virða. "Sá yðar sem syndlaus er........" Gætum orða okkar á blogginu.

ÞVO (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 13:23

18 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég baðst ekki afsökunar vegna ásakana á hendur einum eða neinum, enda er þær ekki að finna í blogginu, heldur að hafa sagt rangt frá um líftíma móðurmorðinga Gunnars, svo heiti ég Bergljót og skammast mín ekkert fyrir að skrifa undir nafni. Það er svo auðvelt að þenja sig úr felum.

Bergljót Gunnarsdóttir, 29.11.2010 kl. 13:35

19 identicon

Það er alveg augljóst að hér í þessum athugasemdum eru krossarar að verja guð sinn, hann Gunnar. Þessir krossarar eru mótaðir í að fylgja Gunnari, Gunnar er með miðana til himnaríkis.

Hættu að tala um synd ÞVO; Syndir eru ekki til, synd er orðskrípi yfir fáránlegan boðskap trúarbraðga, án syndar er ekki hægt að selja Jesú. Og þar sem synd er ekki til, ekki frekar en Jesú.. þá er fólk að kaupa ekki neitt nema fals og svik.


doctore (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 13:53

20 identicon

Meintar ásakanir hef ég greinilega misskilið og verð að biðja þig afsökunar á því sem og að fara ranglega með nafnið þitt. Felupúkann sem þenur sig máttu bara kalla Dodda (ef ég má kalla þig Beggó). Held ég láti þar við sitja á þessum vettvangi að minnsta kosti.

ÞVO (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 14:01

21 identicon

DOCTORE, ef þú heldur að ég sé "krossari" er það fjarri lagi, en af skrifum þínum að dæma veist þú líklega betur. Hvorki trú eða trúleysi kom fram í skrifum mínum, en skiljirðu ekki tilvitnunina "sá yðar sem syndlaus er...." nema eftir orðunum sem í henni felast áttu margt eftir ólært. Gangi þér vel !

ÞVO (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 14:14

22 identicon

Að hér sé til fólk sem heldur því fram að Krossinn, nú eða Gunnar, sé af hinu góða fær mig til að brosa. Ég ætla að minnsta kosti að halda öðru fram og tel mig hafa jafnan rétt til þess, líkt og þið hin að vera mér ósammála.

Hvort hann er sekur eða saklaus af þessum glæpum hef ég auðvitað ekki hugmynd um og tek enga afstöðu til þess máls, enda er ég hvorki lögmaður né dómari, en að mínu mati er Gunnar sekur um margvíslega siðferðislega glæpi. Því miður er bara ekki hægt að kæra fyrir þau brot.

Jón Flón (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 15:42

23 identicon

Þegar Gunnar fyrirgaf morðingja móðir sinnar að þá voru sjónvarpsvélarnar komnar inn í fangaklefann á undan Gunnari.  Semsagt fyrst stilltu þeir upp véunum og svo var hurð fangaklefans oppnuð og Gunnar og kona hans gengu inn.  Þetta hafði held ég minna með fyrirgefningu að gera en meira með að auglýsa sig og sitt félag.

Brynjar (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 16:01

24 identicon

ÞVO ekki svaraverður vegna nafnleysis, PUNKTUR.

Berglind (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 16:09

25 identicon

Þeir sem hafa lesið blogg þess sem kallar sig doktore sjá að þar fer vanheill maður.

Sveinn (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 16:51

26 identicon

Já Sveinn.. ég er svona rosalega vanheill vegna femínista... svona ef ég nota sömu afsökun og Gunnar Á Krossinum
http://www.dv.is/frettir/2010/11/29/gunnar-i-krossinum-feminisminn-hefur-komid-thessu-til-leidar/

Sveinn er krossari, líklega strengja-bloggari Gunnars og co

DoctorE (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 21:22

27 identicon

Og svo er hann að auki lygari án þess að blikna.

Sveinn (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 21:40

28 identicon

Já Sveinn, auðvitað er ég vanheill, lygari og allt annað; Eins og allir sem segja eitthvað misjafnt um hann Jesú..úps Gunnar Á krossinum.
En ekki örvænta Sveinn, ef guð er til þá leyfir hann þér og Gunnari örugglega að sitja saman í víti. Þið getið þá spjallað saman um alla eilífð.

DoctorE (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 22:12

29 identicon

Kæri DoktorE. Það særir engan sem trúir þó þú segir það sem þér sýnist það bara eykur honum trú. En að kíkja á bloggið þitt segir flestum að þar fari vanheill maður. Ég óska þér bara góðs bata.

Sveinn (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 22:39

30 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Sveinn. Síðan mín er ekki ætluð sem vettvangur fyrir menn til að úthúða öðrum sem þar kunna að hafa eitthvað til málanna að leggja. Þú hefur ekkert lagt til málanna annað en svívirðingar  á hendur þessum nafnlausa Doktori E,  og  finnst mér meir en nóg komið að svo góðu.  Ég  mælist til að þið stundið þessar stimpingar ykkar á milli einhversstaðar annarsstaðar en  á síðunni minni.

Bergljót Gunnarsdóttir, 29.11.2010 kl. 23:02

31 identicon

Trúuðum er eitthvað illa við mig... og sannleikann :)

DoctorE (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 23:12

32 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Úr viðtali við Jóku Ben.

Þessar konur, fyrirgefðu að ég skuli segja það, en ég er ekki viss um að það sé hægt að misnota þær. Fólk sem getur blygðunarlaust logið í Kastljósi á þennan hátt,“ segir hún og hikar örstutt: „Það er eitthvað mikið að.“

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.11.2010 kl. 01:40

33 identicon

Þetta er hræðilegur talsmáti; Bara ef einhver hefur misstigið sig í lífinu, að þá sé hreinlega í lagi að misnota manneskjuna.

Skrísmli segja svona, heilaþvegin skrímsli.

DoctorE (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 07:40

34 identicon

Það er virkilega óhugnanlegt að fylgjast með viðbrögðum fólks vegna þessa máls.

En og aftur koma sjálfskipaðir sérfræðingar fram og tilkynna það að konur þær sem ásaka manninn um kynfeðrislegt ofbeldi, séu lygarar og skækjur.

Svona fólk er með því aumkunarverðasta sem maður rekst á í lífinu.

Þarna eru komnar fram fimm eða sex konur undir nafni og vitnisburður fleirri kvenna eru til staðar. Reynt var að rengja fyrrverandi mágkonur Gunnars og bent á líferni þeirra á þessum tíma. Þær voru semsagt í óreglu og átt marga kærasta. Það virðist gefa Gunnari og frú leyfi til þess að gefa í skyn að ekki sé hægt að misnota "svona konur".

Þetta er nú með því ógeðfelldara sem ég hef séð lengi.

Nú síðast gefur sig fram kennari. doktor í einhverri vísindagrein og tveggja barna móðir. Ég mundi vilja spurja Gunnar og Jónínu, er hægt að misnota svoleiðis konu ?

Og þessi heilaþvegni söfnuður Gunnars sem mæta í athugasemdakerfi allra frétta um málið og bloggsíður sem fjalla um þetta og svívirða fórnarlömbin, kalla þær lygara og öllum illum nöfnum á milli þess að þeir lýsa yfir stuðningi við manninn.

Mér verður sjaldan óglatt við að lesa skrif fólks, en það sem ég hef lesið undanfarna daga gengur algjörlega fram af mér. Og fara þau hjónakornin Gunnar og Jónína fremst í flokki.

Get ekki annað en tekið undir með flestu því sem Doktor E segir hér fyrir ofan.

Kveðja.

Einar (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 16:59

35 identicon

... tek einnig undir það sem kemur fram í þessum bloggpistli.

Að sjá Gunnar koma með sjónvarpsmyndavélarnar til að fyrirgefa morðingjanum,, var vægast sagt ótrúlegt að fylgjast með. Að auglýsa "góðmennsku" sína með þessum hætti var dapurt.

Einar (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 17:02

36 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ég tek hjartanlega undir með greinarhöfundi hvað þessa sjónvarpsfyrirgefningu varðar.  Burtséð frá því hvort fyrrigefningin gagnaðist þessum ógæfumanni eður ei, þá fannst mér þetta óhemjulega ósmekklegt.  Mér er þetta einmitt mjög minnisstætt og gleymi aldrei hvílíkum viðbjóði ég fylltist.  Það hefði auðvitað verið stórmannlegt og göfugt af Gunnari að fyrirgefa manninum ef hann hefði ekki gert það fyrir framan sjónvarpsmyndavélar sjálfum sér til framdráttar.  Fyrirgefning er milli þess sem fyrirgefur og þess sem þiggur fyrirgefninguna.

Á hinn bóginn finnst mér,eins og ég hef sagt víðar seinustu nokkra dagana, óhugnanlegt hve auðvelt það er orðið að slátra mannorði karlmanna, sérstaklega ef þeir eru þekktir.  Það ríkir slík pólitísk rétthugsun í þessu samfélagi nú til dags að það er auðvitað varla þorandi að benda á þetta, en ég tek áhættuna.  Mér finnst að fjölmiðlarnir ættu að fara sér hægar þegar svona nokkuð kemur upp.  Maðurinn er dæmdur og veginn án dóms og laga.

Theódór Gunnarsson, 30.11.2010 kl. 19:45

37 identicon

Theodór, mér sýnist nú að þetta mál hafi einmitt vaxið svona rosalega og verið mikið í fréttum vegna þess að Gunnar og co eru að rembast á fullu með að fegra sjálfan sig og sverta konurnar.
Hver tilkynningin á fætur annarri koma í blöðin frá þeim.. .taktu eftir, frá þeim; Þau hafa blásið málið upp eins og þau geta; Gunnar er svo góður, konurnar vondar.. illmenni í öðrum trúarsöfnuði er að reyna að ná sauðum frá Gunnari... HALLó

Fyrir utan það að þegar 7 konur, taktu aftur eftir, 7 konur saka hann um þetta; Já já, ég veit að það er margt skrítið í höfði trúarsauða.. en að sjö konur stígi fram undir nafni segir heilmikið um sannleiksgildi þessa .

Við skulum ekki gleyma hvernig fór með fórnarlömb biskups.. við skulum ekki láta það gerast aftur.


DoctorE (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 21:53

38 identicon

Saga annarrar konu komin: http://www.dv.is/frettir/2010/11/30/sjotta-konan-stigur-fram-svo-ovideigandi/

Ég tek fram að ég tel allt trúboð vera andlegt ofbeldi; Ég get samt ekki ásakað alla trúboða vegna þess að þeir lentu einmitt sjálfir í þessu ofbeldi, sem mótar menn í að gera það sama við aðra, og þeir standa í þeirri villu að þetta sé gott og kærleiksríkt...

Með presta sem hafa farið í nám... ég eiginlega get ekki afsakað þá, vegna þess að það er ekki hægt að ganga í gegnum svona nám án þess að sjá að þetta eru allt lygar; Margir prestar humma það fram af sér með því að ljúga því að sjálfum sér að trúarbrögð séu góð, þeirra trúarbrögð, þeir trúa á trúna/kirkjuna, ekki gudda.

DoctorE (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband