27.11.2010 | 23:39
40% þáttaka
Þáttaka í kjöri til Stjórnlagaþings er eiginlega óskiljanleg. Er þetta bara almennt áhugaleysi, eða var kerfið of flókið til að fólk hreinlega treysti sér á kjörstað.
Mér finnst ömurlegt að hlusta á fólk kvarta undan stjórnarfarinu, tala um að það þurfi að breyta hinu og þessu, stundum nánast öllu. Þegar svo kemur tækifæri til að taka þátt í breytingum, dregur fólk að sér hendurnar og situr heima. Síðan er vælt og kvartað að nýju.
Ég vona samt að þeir sem ná kjöri beri gæfu til að móta réttlátar og pottþéttar hugmyndir til stjórnarskrárgerðar, landi og þjóð til framdráttar.
Kosningaþátttaka líklega um 40% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góða Bergljót !
Ertu hissa ?
Hélstu virkilega að einhverjar breytingar kæmu út úr þessum kosningum.
Gleymdu ekki að niðurstöður þess stjórnlagaþing sem nú sest að borðum, þeirra niðurstöður - líklega í apríl á næsta ári - verða lagðar fyrir 63 vitringa niðri við Austurvöll. Vitringarnar munu rífa allt sem fram verður lagt - í smátætlur !
Þegar upp verður staðið verður niðurstaðan eitt stórt NÚLL - en skattborgararnir fá að greiða 700 MILLJÓNIR fyrir þennan samkvæmisleik - eða öllu frekar
sjónhverfingu !
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 00:03
Tel að ástæðan fyrir lélegri þátttöku sé einfaldlega sú að stór hluti landsmanna er sannfærður um stjórnlagaþing sé einungis pólítískt samsæri. Með því slær ríkisstjórnin þrjár flugur í einu höggi:
Fyrsta flugan: Láta líta út sem svo, að ólýðræðislegasta ríkisstjórn í sögu landsins, sem mest allra hefur brotið á bak aftur eigin hugsjónir og kosningaloforð, og staðið fyrir mesta valdaráni af þjóðinni í manna minnum, sé einhver talsmaður "umbóta" og "breytinga" sem vilji færa "fólkinu", sem hún hefur svikið, arðrænt og hunsað "vald." Blekkja lýðinni og slá ryki í augu hans.
Önnur flugan: Losna við forsetan með að leggja áherslu á að gera "breytingar" á forsetaembættinu, með öðrum orðum, gera forsetan, eina talsmann lýðræðis sem eftir er í þessu landi, fyrir utan kannski Gnarrinn, ónýtan og óvirkan og með öllu valdalausan. Þá stendur enginn eftir í vegi fyrir þeim þegar þau vilja troða Icesave, ESB, forréttindum banka og stórfyrirtækja, AGS etc kjaftæðinu upp á þjóðina, þjóðin hefur þá engan að skjóta máli sínu til og stendur ein síns liðs.
Þriðja flugan: Losna við kirkjuna. Forsætisráðherra hefur lýst því yfir hún hafi margíhugað úrsögn úr Þjóðkirkjunni, Össur er bróðir draugavinakallsins fræga og nú hafa þessir draugavinir og trúleysingjar tekið sig saman til að reka kirkjuna, spara smá pening og auðvelda stórlega Islamovæðinguna þegar við göngum í ESB-stan Islamska ríkið verðandi, ef barneignamál fara ekki að breytast, sem ekki er útlit fyrir, þegar óheftur Islamo innflutningur mun skella hér á (nema við forðumst ESB)
Þjóðin kaus ekki afþví það var um lítið að kjósa nema málpípur og talsmenn ríkisstjórnarinnar. Og afþví hún sér í gegnum blöff og valdaránstilraunir í sauðargærum.
Andspyrnuhreyfingin (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 00:50
Þú sumsé fórst ekki til að kjósa, Kalli, þó þegar væri búið að eyða 700 milljónum í þetta fyrsta stjórnlagaþing og persónukosningar hér á landi?
Sigurjón, 28.11.2010 kl. 00:50
Tek undir með þér, vonbrigði með þátttöku en góðar óskir til þeirra sem kosnir voru.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 28.11.2010 kl. 01:14
Fleiri dæmi um svona Kalla Sveins röksemdafærslu:
Ég get alveg sleppt því að fara í prófið - ég fell hvort sem er örugglega
Það þýðir ekkerð að spyrja stelpuna - hún vill örugglega ekki fara út með mér
Það er tilgangslaust að kaupa miða - ég vinn aldrei neitt
og svo loks
Það er tilgangslaust að kjósa - það kemur ekkert út úr því
Haraldur Rafn Ingvason, 28.11.2010 kl. 01:41
Kalli Sveins er hluti af þeim sem vilja engu breyta og vilja láta mata sig á stjórnmálum...
Sigurjón, 28.11.2010 kl. 01:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.