27.11.2010 | 16:39
Kjördagur
Þetta verður að teljast mikilii merkisdagur í sögu þjóða, þegar við göngum til lýðræðislegra kosninga fulltrúa þjóðarinnar, til undirbúnings nýrrar stjórnarskrár.
Fyrir okkur sem eigum að velja 25 af mörghundruð manns sem bjóða sig fram, er þetta langt í frá auðvelt. Við þurfum að sækja frambjóðendur og númerin á þeim inn á netið, leita síðan allra mögulegra upplýsinga um þá, svo við getum valið eða hafnað.
Fyrir eldra fólk, sem ekki hefur tölvur, er þetta nánast ómögulegt og þetta belg og biðu kynningarframlag Ríkisútvarpsins núna síðustu dagana er í raun það eina sem hægt er að reiða sig á þó gallað sé. Gallað á þann hátt að þetta er alltof þétt til að fólk nái að kynnast þessum frambjóðendum öllum. Frambjóðendur eru líka misduglegir, eða mis efnaðir til að geta vakið athygli á sér.
Þetta verður auðvitað til þess að fólk velur þau nöfn sem það þekkir, þ.e. ef það treystir viðkomandi. Af þeirri ástæðu kunna margir sem hafa alla burði til vinna vel, ekki erindi sem erfiði. Svo veit ég líka um nokkur dæmi þess að sem fólk treystir sér ekki til leiks, lætur ættingja eða vini velja fyrir sig tölurnar, mætir á kjörstað og skrifar síðan "orðrétt" inn á kjörseðilinn. Að þessu leyti held ág að blindir sitji ekki að skörðu borði, þó þessir með forskriftina fái að fara einir inn í kjörklefann.
Ég reikna með að kjörsókn verði í minna lagi, því fólk vill ekki hanga í þessum löngu biðröðum sem búið er að auglýsa svo vel fyrirfram, og einnig býst ég við að mikil utankjöstaðakosning hafi einnig verið svona lífleg af þeim sökum.
Best að drífa sig af stað eftir vandlegan undirbúning og miklar yfirlegur, enda vona ég, að ég kjósi rétt.
Fyrir okkur sem eigum að velja 25 af mörghundruð manns sem bjóða sig fram, er þetta langt í frá auðvelt. Við þurfum að sækja frambjóðendur og númerin á þeim inn á netið, leita síðan allra mögulegra upplýsinga um þá, svo við getum valið eða hafnað.
Fyrir eldra fólk, sem ekki hefur tölvur, er þetta nánast ómögulegt og þetta belg og biðu kynningarframlag Ríkisútvarpsins núna síðustu dagana er í raun það eina sem hægt er að reiða sig á þó gallað sé. Gallað á þann hátt að þetta er alltof þétt til að fólk nái að kynnast þessum frambjóðendum öllum. Frambjóðendur eru líka misduglegir, eða mis efnaðir til að geta vakið athygli á sér.
Þetta verður auðvitað til þess að fólk velur þau nöfn sem það þekkir, þ.e. ef það treystir viðkomandi. Af þeirri ástæðu kunna margir sem hafa alla burði til vinna vel, ekki erindi sem erfiði. Svo veit ég líka um nokkur dæmi þess að sem fólk treystir sér ekki til leiks, lætur ættingja eða vini velja fyrir sig tölurnar, mætir á kjörstað og skrifar síðan "orðrétt" inn á kjörseðilinn. Að þessu leyti held ág að blindir sitji ekki að skörðu borði, þó þessir með forskriftina fái að fara einir inn í kjörklefann.
Ég reikna með að kjörsókn verði í minna lagi, því fólk vill ekki hanga í þessum löngu biðröðum sem búið er að auglýsa svo vel fyrirfram, og einnig býst ég við að mikil utankjöstaðakosning hafi einnig verið svona lífleg af þeim sökum.
Best að drífa sig af stað eftir vandlegan undirbúning og miklar yfirlegur, enda vona ég, að ég kjósi rétt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.