25.11.2010 | 08:36
Much to do about nothing
Ég fæ ekki með góðu móti séð mikinn mun á því að láta vin blinrar persónu undirrita yfirlýsingu, áður en farið er inn í kjörklefann, eða fulltrúa kjörstjórnar. Ég reikna ekki með að fulltrúar kjörstjórnar séu einhver dusilmenni sem gætu tekið upp á því að muna allar tölurnar og kjafta þeim síðan út um borg og bí.
Ef svo væri ætti sá sem það gerði að fá eina af þessum orðum sem forseti vor útbýttir svo rausnarlega á tyllidögum, fyrir allskyns "afrek". Það er ekki öllum gefið að muna svona talnaraðir og flestum örugglega fremur erfitt að skrifa sínar eigin tölur, eitt hundrað tölustafi, án þess að ruglast eitthvað í ríminu. Þess vegna held ég að þessar áhyggjur séu alveg óþarfar og einhver rafræn kosning bara hreinn óþarfi.
Þetta hljómar allt eins og stormur í vatnsglasi
Fulltrúi kjörstjórnar fer ekki með blindum inn í kjörklefann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála.
Axel Jóhann Axelsson, 25.11.2010 kl. 09:50
Stormur er það! Ég veit þá hvað ég ekki má:) Ég er í kjörstjórn í mínu sveitarfélagi:) Það verður fjör hjá mér frá 9-22 á laugardag.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 25.11.2010 kl. 10:02
Þetta er málamiðlun þar sem rétturinn til að fá að kjósa leynilega er frá blinum kjósendum tekinn með óaðgegnielgum kjörgögnum.
Kristinn Halldór Einarsson, 25.11.2010 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.