19.11.2010 | 23:07
Rigoletto
Var að koma úr Ísl. Óperunni og get bara ekki orða bundist af ánægju. Þessi sýning er bara tær snilld hvert sem litið er. Ólafur Kjartan , Þóra og Jóhann Friðgeir voru, ja, jú stórkostleg. Síðan er valinn maður í hverju rúmi og vil ég þar fremstan nefna Jóhann Smára sem er orðinn með þeim fremstu. Við eigum svo marga góða söngvara í dag, að stórstjörnur á við Bergþór Pálsson eru farnar að syngja smáhlutverk og kemur það heldur betur vel út.. Því fæst þessi líka stórkostlegi kór.
Óperustjórinn Stefán Baldursson leikstýrir af slíku næmi að hver fínleg hreyfing söngvaranna skilar sér til áhorfenda. Takk fyrir öll, þetta var það besta sem ég hef upplifað lengi og er ég þó ekkert að kvarta undan leiðindum.
Athugasemdir
Ólafur Kjartan er snillingur. Vaxandi söngvari sem örugglega á eftir að vekja meiri athygli.
hilmar jónsson, 20.11.2010 kl. 00:04
Frábær sýning. Diddú söng í sýningunni sem ég sá og var auðvitað alveg stórkostleg.
Svo fór ég á útgáfutónleika Kristjáns Jóhannssonar í gærkvöldi og þar sungu Diddú og Gissur Páll með honum og um Kristján og Diddú þarf ekki að fjölyrða og Gissur Páll er upprennandi stjarna.
Við erum ótrúlega rík af frábærum söngvurum og öðru tónlistarfólki.
Axel Jóhann Axelsson, 20.11.2010 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.