Skemmtiferðir heilbrigðiskerfisins dl.

Nýjasta útspilið er fækkun starfsmanna um 70 - 100 á næsta ári.  Það er ákaflega fallega gert að láta vita svona með fyrirvara, Þá getur starfsfólkið farið að leita sér að vinnu, þar sem enga vinnu er að fá, og jafnvel pantað sér flugmiða til nýrra starfa í útlandinu á meðan það hefur ennþá eitthvað umleikis.

Hvað sjúklingana varðar virðast þeir ekki skipta nokkru einasta máli lengur og geta bara lagst á bæn áður en þeir taka örlögum sínum, af því æðruleysi sem sækja má í þá iðkun, vitandi um ráðleysið sem ríkir í þeirra málum.

Það verður nú meira fjörið hjá sjúklingum úti á landi þegar þeir koma til borgarinnar og er væntanlega vísað frá, af því að flestar deildirnar í höfuðstaðnum sem áttu að taka á móti þeim, eftir að flestum sjúkrahúsunum á landsbyggðinni var lokað , eru lokaðar líka.

Hverjir stjórna þessari vitleysu eiginlega. Fyrst stendur til að senda fólk landshlutanna á milli, fárveikt og ekkert spáð í þann þægindaauka sem það hefur í för með sér fyrir sjúklinginn, eða kostnað, síðan er búið að reka flest starfsfólkið í hinum landshlutanum þegar þangað er komið. Á að etv. að kalla þetta flakk án árangurs, Skemmtiferðir heilbrigðiskerfisins dl., (dauður eða lifandi) eða eitthvað slíkt?

 


mbl.is Fækka um 70-100 starfsmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er eins og enginn í stjórnkerfinu viti yfirleitt nokkuð hvað hann er að gera, svo vitlausar og tilviljanakenndar eru þessar niðurskurðartillögur allar.  Á Akranesi er ein fullkomnasta fæðingardeild á landinu, nýendurnýjuð, og nú á að loka henni, ásamt öllum öðrum fæðingadeildum á landinu annars staðar en í Reykjavík og verðandi mæður og þeir fjölskyldumeðlimir sem vilja fylgja þeirri óléttu í höfuðstaðinn verða að leggja í mikinn kostnað og fyrirhöfn, því til viðbótar fæðingunni þarf að undirbúa hópferð í kaupstaðinn með öllu sem því fylgir fyrir stórar sem smáar fjölskyldur.  Ofan á þetta er farið að senda mæðurnar heim af fæðingardeildinni daginn eftir fæðingu, þannig að þessar hópferðir til Reykjavíkur eiga þá bara að vera sólarhringsferðir og ekki viðrar nú alltaf vel á heiðum landsins að vetrarlagi til að vera með sólarhringsgömul börn þar á ferðalagi og stundum föst í snósköflum, á meðan nýbakaðir foreldrarnir moka bílinn lausan.

Svipað á að gilda um sjúklinga, sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahúsin.  Allt á að fara í höfuðstaðinn með öllu því óhagræði sem því fylgir fyrir sjúklingana og aðstandendur þeirra.  Sjúklingarnir þurfa nú að þjóna kerfinu, en ekki öfugt.

Ekki er ástandið betra, ef panta þarf tíma hjá heimilislækni, því nú orðið þarf að bíða í a.m.k. eina til tvær vikur eftir lausum viðtalstíma og líklega er ætlast til þess að fólk sjái veikindi sín fyrir með góðum fyrirvara.  Ekkert þýðir lengur að veikjast bara sí svona upp úr þurru, eins og tíðkast hefur með veikindi fram undir þetta.

Axel Jóhann Axelsson, 18.11.2010 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband