Hryllingur

Ég hef verið búsett í borginni Xiamen í Kína, að mestu leyti, sl. 4 ár. Eitt það fyrsta sem ég tók eftir eru stálrimlar sem eru fyrir öllum gluggum í nýjum íbúðarblokkum og töluvert verið settir í eldri hús líka. Þetta er örugglega hugsað sem þjófavörn, en virkar eins og fangelsi ef kviknar í, því allt  er rammgert og rammlæst, og ekki nokkur leið að nota gluggana sem útgönguleið.

Vinahjón mín, kínversk, sáu húsbruna við aðalgötuna. Þetta var í fjögurra kæða húsi sem skíðlogaði. Það var lán í óláni að þetta var um miðjan dag og því flestir í vinnu, en tvær fullorðnar manneskjur sáust hrópandi fyrir innan harðlæsta rimlana meðan þær brunnu til ólífis.

Öðru tók ég eftir og það er að allar öryggisreglur eru þverbrotnar, séu þær til, og þeir sem lenda í vinnuslysum gera það upp á sína. Engin miskunn þar.

Í Kína eru fréttir af svona atburðum, öðrum stórslysum og náttúruhamförum gerðar eins litlar og fljótlegar og hægt er, því það má ekki láta fólki líða illa í þessu landi þar sem er nánast stjórnskipuð hamingja og jákvæðnin á að ríkja. Þetta hefur tvisvar verið sagt við mig af opinberum starfsmönnum sem trúa því að allir séu hamingjusamir.

Svona nælondúkur er utan um allar nýbyggingar , allstaðar sem ég hef komið þarna austurfrá..

 


mbl.is „Það var angist í svipnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Íslendingar eru hamingjusamasta þjóð í heimi, samkvæmt skoðanakönnunum.  Kannski fer þá að styttast í rimla fyrir alla glugga.

Axel Jóhann Axelsson, 17.11.2010 kl. 14:31

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Við skulum samt vona að við tökum ekki upp réttarkerfi, þar sem þú ert a) tekinn fastur, ef glæpurinn þykir nógu stór ertu bara b) dæmdur á staðnum og c) aflífaður. Spilltir stjórnmálamenn fá þessa meðferð að sögn ásamt morðingjum, kynferðisglæpamönnum og meiri háttar bröskurum, svo eitthvað sé nefnt.

 Það hvarflar stundum að manni hvort ekki mætti beita frum og miðstigi á allt spillingarliðið sem setti þjóðarbúið á hausinn, en refsa þeim samkv. landslögum þegar efsta stiginu er náð. Annars er ég orðin svo þreytt á að horfa á andlitið á þessum glæpamönnum okkar að ég efast um að mér leiddist neitt að sjá þá í kínversku lögreglustöðvarporti, skjálfandi á beinunum af hræðslu. Etv. er það grýlan sem þarf á þá.

Á Íslandi

Bergljót Gunnarsdóttir, 17.11.2010 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband