Narr Gnarr

Nú gleðjast andstæðingar borgarstjórans, en væri ekki ráð að bíða og sjá myndina í heild, því þetta er ekkert annað en hinn alkunni moggatætlu útúrsnúningur. Það er ótrúlegt hvað þetta fyrrum víðlesnasta blað landsins nennir að eltast við að klippa allt í sundur algerlega húmorslaust og birta eins og aðalfrétt. Etv. er það þess vegna sem þeir eru ekki stærstir lengur.

Mér finnst  "klippið" að vísu bráðfyndið, þó ekki sé víst að bloggvini mínum einum finnist það sama Shocking.


mbl.is Frumsýning á myndbút úr Gnarr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

Til hamingju Bergljót, það gleður mig að enn séu einhverjir örfáir eftir hér á moggablogginu sem eru með smá snefil af húmor og skilningi.

Svo ekki sé talað um hinn yndislega opna huga, enda sé ég að þú fiktar við list...það gerir okkur oft skrítin....

Takk fyrir að gefa mér von í dag....

Vona að þú njótir myndarinnar.

Einhver Ágúst, 2.11.2010 kl. 11:39

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ætli þetta myndbrot hafi ekki frekar verið birt vegna þess að það hafi verið sent út af framleiðendunum í auglýsingaskyni, frekar en að þetta sé moggatættur útúrsnúningur.  Í fyrsta lagi er afar ólíklegt að framleiðendurnir hafi sent alla myndina til fjölmiðla áður en þeir verða búnir að ná inn kostnaðinum við gerð hennar og eins má ætla að sama hvaða bútur hefði verið sýndur, því líklega er þetta allt jafn "gáfulegt".

"Klippið" fannst mér að vísu ekki bráðfyndið, reyndar alls ekkert fyndið, heldur bara sýna brot af þeim dapurlega raunveruleika sem Reykvíkingar þurfa að láta yfir sig ganga um þessar mundir.

Axel Jóhann Axelsson, 2.11.2010 kl. 11:43

3 Smámynd: Einhver Ágúst

Morrinn mættur.....

Einhver Ágúst, 2.11.2010 kl. 11:45

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

  Mér finnst bara fátt eins gáfulegt og framboð Besta flokksins, enda hefur það heldur betur hrist upp í gömlu kerfisköllunum, og kellingunum og þá er nú tilgangnum náð, ekki?  

Ég man ekki eftir aðJón Gnarr hafi gefið út eina einustu yfirlýsingu um að þetta ætti að vera eitthvað alvarlegt, eða það sem sumir kalla gáfulegt, út á það náði flokkurinn kjöri.

Hafi einhver greitt flokknum atkvæði sitt á öðrum forsendum, ja, þá er sá illa staddur. Ég held nefnilega, svona þér að segja, að borginni sé bara ágætlega stjórnað, og væri jafnvel þó það væru 20 varaborgarstjórar, en þeir kunna að spara "idolin" mín.

Það eina sem var lofað, var að þeir myndu reyna  að hafa gaman að, en samkvæmt "kilippinu" er þetta líklega svo leiðinlegt að það er ekki einu sinni hægt að hafa smásnefil af húmor fyrir þessum samkundum.

Bergljót Gunnarsdóttir, 2.11.2010 kl. 12:08

5 identicon

Þetta myndbrot var sent fjölmiðlum til kynningar á myndinni.

Ólinn (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 13:32

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Flott, eins og það á að vera. Mogginn er þá saklaus i þetta sinn.

Bergljót Gunnarsdóttir, 2.11.2010 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband