Dauðans della

Kvenréttindi

Er ekki kominn tími til að snúa svokallaðri kvenréttindabaráttu upp í mannréttindabaráttu, með áherslu á jafnrétti  á öllum sviðum og bræðralag milli kynja. Kvótaskipting milli kynja er þvílíkt rugl að hún hljómar eins og uppgjöf og á ég þá t.d. við kosningarnar til stjórnlagaþings.´

Svokallaðar lýðræðislegar kosningar með 50% sætaskiptingu á hvort kyn, hætta að vera lýðræðislegar þegar slíkt er ákveðið fyrirfram. Er forysta kvenna virkilega svo óánægð með sig að hún treysti landsmönnum ekki til að kjósa þá frambjóðendur sem þeim líst best á, burt séð frá af hvaða kyni þeir eru. Ef þær konur sem í framboði eru höfða til almennings, sem vænlegar til greindarlegrar hugsunar við vinnu sína, munu þær ná kjöri, og jafnvel ná fleiri sætum en karlarnir og visa versa.

Setjið nú upp og hengið á ykkur kynjagleraugun margumtöluðu sem liggja allvíða frammi, og þið munuð sjá að baráttan til jafnréttis kynjanna er að ganga af sjálfri sér dauðri með svona dauðans frekjustússi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Mikið er ég sammála þér, ég held að þetta sé komið útí ógaungur.

Eyjólfur G Svavarsson, 29.10.2010 kl. 11:44

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Hárrétt.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.10.2010 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband