Um trúða

Vegna þess hversu sein ég var að svara þér Axel, og ekki víst að þú sjáir það á síðunni þinni, ætla ég að birta þetta hér. en eins og þú veist finnst mér meira en nóg um hvernig þú þrástagast á trúðslátum, sem þú kallar svo, Jóns Gnarr, þannig að líkja má við einelti. 

Trúðar eiga sér u.þ.b. 3000 ára sögu og hafa í gegnum tíðina þótt hin merkilegasta stétt manna. Oftast völdust stálgreindir menn í hlutverk þeirra, og trúðar, eða hirðfífl, voru þeir einu sem fengu að tjá sig, oftast óáreittir, um ástand landsmála hverju sinni. Æðstu menn ríkja tóku margir mikið mark á þeim, svo sem Elísabet I, sem ríkti allra þjóðhöfðingja lengst.

Allar aðfinnslur hirðfíflanna fóru fram í gegnum trúðslætin, og þóttu oft með afbrigðum fyndnar, en gengju þeir of langt var þeim oft refsað, oftast hýddir. Þar sem mér sýnist þú taka sjálfskipað hlutverk þitt sem opinber flengill á Jón Gnarr, mjög alvarlega, og linnir varla látum í þeim efnum, langar mig að senda "link" sem upplýsir töluvert um þessa merku stétt manna.

Þar sem það virtist eina leiðin, í íslensku samfélagi í dag, að nota" trúðslætin", sem fara svona fyrir brjóstið á þér, til að ná eyrum borgarbúa, fyrir og eftir kosningar, myndi ég mæla með að hið fyrrum háa alþingi, sem hefur aldrei verið rislægra en í dag, réði sér nokkra góða trúða, því þar sem allir troða á öllum, enginn tekur ábyrgð og enginn hlustar á neinn, myndi góður trúður mögulega ná eyrum þessarar ömurlegu samkundu, sem virðist hafa gleymt að hún á að stjórna og finna leiðir landinu til heilla.

Stjórnarandstaðan er engu skárri en ríkisstjórninog þakkar eflaust í hljóði að þurfa ekki að standa fyrir svörum um afglöp sinna flokka á undanförnum árum.

http://www.clownbluey.co.uk/clown-bluey-clowns-history.html

 Mbk. Bergljót


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kvitta hér með fyrir móttöku skilaboðanna.  Eins og þú segir voru hirðfíflin til skemmtunar og fengu að vísu að láta álit sitt í ljós á alvarlegum málefnum, innan ákveðinna marka, en þau voru aldrei í sjálfum valdastólunum.  Ráðamenn sem sýndust vera trúðar sjálfir voru yfirleitt settir umsvifalaust af, eða a.m.k. skákað til hliðar og aðrir tóku stjórnina í sínar hendur.

Ég man þó ekki til þess að það hafi verið trúðarnir eða hirðfíflin.

Axel Jóhann Axelsson, 6.10.2010 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband