19.9.2010 | 15:08
Hvers vegna eru allir svona fúlir?
Hvers vegna eru allir svona reiðir og þrautleiðinlegir sem skrifa um borgarstjórann okkar Reykvíkinga, Jón Gnarr? Var hann ekki kjörinn lýðræðislega og hefur hann sýnt einhver refsiverð afglöp í starfi?
Ég hef aldrei litið á hann sem trúð, en aftur á móti sem frábæran skemmtikraft með óborganlegan húmor. Það fer heldur ekkert á milli mála að maðurinn er bráðgreindur. Allir með snefil af greind hljóta að hafa skilið að hann bauð sig fram vegna ofnæmis fyrir kerfinu, sem þessir reiðu eru svo reiðir yfir að kjósendur höfnuðu.
Þeir sem veittu honum brautargengi vissu að hann hafði ekki snefils vit á borgarstjórnarmálum, en fannst hann bæði nýr og spennandi kostur fyrir borgina, sem var að þorna upp af leiðindum, enda hefur það sýnt sig að flokkurinn vill gera borgina lifandi og skemmtilega borg, fyrir glatt og ánægt fólk, en ekki fýlupúka.
Það er nóg af fagfólki til að sinna hinum hefðbundnu störfum borgarinnar meðan nýjir menn eru að læra á það alltsaman, svo leyfum þeim að starfa í friði fyrir daglegum árásum þeirra sem ekki þola neinar breytingar.
Jón Gnarr og félagar lengi lifi!
Athugasemdir
Enda eru thessir fúlu fýlupúkar í hagsmunagaeslu. Their engjast af öfund og ergelsi vegna thess ad klíkan sem their eru í hefur ekki völdin lengur.
Hagsmunagaesla (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 07:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.