26.9.2010 | 11:37
Hvers vegna?
Auðvitað ber fyrst og fremst að þakka giftusamelga björgun mannanna, jafnvel þótt í börgunarstóli hefði verið, sem er þó ekki víst af nýjustu fregnum.
En af hverju eru menn að leggja í svona ferðir, illa búnir af tækjum og ekki í samfloti við neinn. Ef þú ert að leggja í einhvern leiðangur, sem getur á augabragði breyst í háskaleiðangur, þrír menn saman, ættu þeir að vera á tveim bílum. Ég veit ekki hvort spil hefði komið að einhverju gagni þarna, en hefði svei mér þá ekki vorkennt þeim þó þeir hefðu fengið að súpa smávegis úr björgunarstóli.
Maður er að verða langþreyttur á að lesa fréttir um menn sem æða um allt, þegar allra veðra er von og svo á bara að hlaupa til og bjarga þeim. Þetta er bara frekja.
![]() |
Bjargað af eyri í Núpsvötnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.9.2010 | 10:57
Áægjuleg frétt
Félagsleg einangrun hlýtur að vera skelfileg, hvort sem það er á gamals aldri eða hendir ungt fólk. Þetta framtak til hjálpar fólki að losna úr sjálfheldunni er með því ánægjulegra sem ég hef séð í fréttum í langan tíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2010 | 06:08
Fátækt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.9.2010 | 15:08
Hvers vegna eru allir svona fúlir?
Hvers vegna eru allir svona reiðir og þrautleiðinlegir sem skrifa um borgarstjórann okkar Reykvíkinga, Jón Gnarr? Var hann ekki kjörinn lýðræðislega og hefur hann sýnt einhver refsiverð afglöp í starfi?
Ég hef aldrei litið á hann sem trúð, en aftur á móti sem frábæran skemmtikraft með óborganlegan húmor. Það fer heldur ekkert á milli mála að maðurinn er bráðgreindur. Allir með snefil af greind hljóta að hafa skilið að hann bauð sig fram vegna ofnæmis fyrir kerfinu, sem þessir reiðu eru svo reiðir yfir að kjósendur höfnuðu.
Þeir sem veittu honum brautargengi vissu að hann hafði ekki snefils vit á borgarstjórnarmálum, en fannst hann bæði nýr og spennandi kostur fyrir borgina, sem var að þorna upp af leiðindum, enda hefur það sýnt sig að flokkurinn vill gera borgina lifandi og skemmtilega borg, fyrir glatt og ánægt fólk, en ekki fýlupúka.
Það er nóg af fagfólki til að sinna hinum hefðbundnu störfum borgarinnar meðan nýjir menn eru að læra á það alltsaman, svo leyfum þeim að starfa í friði fyrir daglegum árásum þeirra sem ekki þola neinar breytingar.
Jón Gnarr og félagar lengi lifi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.9.2010 | 06:30
Bara allt í sómanum?
Las á netinu að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir væri sest aftur á þing, eftir að hafa dregið sig í hlé þegar í ljós kom að hún og eiginmaður hennar hefðu líklega notfært sér háa stöðu sína til að efnast umfram venjulegt fólk í landinu, hún sem þingmaður, hann sem háttsettur bankastarfsmaður. Jú jú, hún vill vera á þingi og er komin þangað aftur.
En hvað með okkur hin, hvað finnst okkur? Ég trúi ekki að fólki finnist þetta bara allt í sómanum. Er allt í lagi að þingmaður segist hafa verið glámskyggn, og alveg rosalega sorry yfir svínaríinu, fara að lokum heim og láta sér leiðast í nokkra mánuði, mæta síðan galvösk eins og ekkert sé og halda að allir séu búnir að gleyma öllu? Hvernig er þetta hægt?
Hver ræður þessu, er það drengurinn, þessi myndarlegi, sem á að heita að stjórni Sjálfstæðisflokknum, en virðist bara róa á milli og hafa afskaplega lítið að segja um hlutina sjálfur. Ræður fólk í þesssum flokki algerlega hvernig það hegðar sér, þó á vægast sagt gráu svæði sé, og fyrirgefur sér síðan sjálft, þegar það nennir ekki lengur að sitja heima í sjálfskipuðum skammarkrók, enda aldrei lært að skammast sín?
Mest er ég þó hissa á að það virðist enginn hafa mótmælt þessu, að vísu þekki ég ekki reglur þingsins um sjálfskipaða afturbatapólitíkusa, en eru engar siðferðislegar spurningar í gangi þegar svona gerist? Er virkilega nóg að fara bara heim og vera rosalega sorry og mæta síðan, eins og þruma þur heiðskíru lofti, til vinnu á sjálfu alþingi Íslendinga, eftir að hafa skitið í nitina sína?
Þetta er farið að minna mig illilega á ítölsk stjórnmál, þar sem spillingin er búin að vera svo mikil, svo lengi, að það tekur enginn eftir henni lengur. Er þetta nokkuð að breytast til batnaðar hjá okkur?
Mér sýnist sama liðið sitja við kjötkatlana, á fullu við að éta restina af gullkálfinum, sem ekki er hægt að dansa í kringum lengur, eftir að hann lognaðist út af. Líklega með vonarglampa í augum um að hann hafi skilið eftir sig eitthvert afsprengi sem dansa má umhverfis á ný, þegar búið er að mergsjúga beinin, og þá er eins gott að vera mögulega til staðar, en sitja ekki heima í fýlu út í sjálfan sig þegar ballið byrjar.
Það minnist enginn á frjálshyggjuna, sem Davíð lofaði svo mjög um árið, lengur, enda var hún bara ávísun á spillingu og kynti undir græðgina svo um munaði. Nei takk, enga misheiðarlega stjórnmálamenn eða hrokagikki inn á alþingi okkar landsmanna allra. Eigum við ekki að standa vörð um það, vakandi, svo við getur verið stolt af óspilltu stjórnarfari?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2010 | 06:40
So what
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2010 | 03:00
Minnisvarði um afburða athafnamann
![]() |
Gísla Jónssonar minnst á Bíldudal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)