Að halda vöfflukaffi

 Untitled

Að halda vöfflukaffi á Menningarnótt er með því skemmtilgasta sem ég hef gert í langan tíma. Maður pússar bara svolítið til heima hjá sér, fær tvær dótturdætur og tengdason í þriðja ættlið til að baka vöfflurnar, stússa í uppvaskinu, leyfa gestgjafanum, mér, að hafa það bara huggulegt og spjalla við gestina. 

Það dugar ekkert minna en fimm vöfflujárn ef bakað er á stundinni, handa hverjum og einum, til þess að vöfflurnar verði heitar og stökkar og enginn þurfi að fá staðna og lina vöfflu. 

Sulta og rjómi á heita vöffluna, nýlagað kaffi, kókómjólk og gott skap setti sinn svip á daginn, en það allra besta var allt fólkið sem kom innfyrir og þáði veitingarnar. Ættingjar, vinir og bráðókunnugt fólk spjallaði saman eins og aldavinir. Nokkrir töluðu erlend tungumál, aðrir með sterkum hreim, þó allflestir væru sjóaðir í íslenskunni frá blautu barnsbeini.

Veðrið var eins og allir vita með því besta sem sumarið hefur skenkt okkur, þannig að fólk gat setið úti á sólpalli, eða inni í húsinu, bara rétt svona eins og hver kaus að gera.

Það er borgin sem stendur fyrir þessu og styrkir þáttakendur með því að leggja fram efnið, vöffludeig, sultu, rjóma, kaffið og allt "tilbehör". Við sem tókum þátt, það er gestgjafar og gestir skemmtum okkur öll með ágætum, sá ekki á milli hvorir voru ánægðari.

Ég er alveg staðráðin í að halda þessu áfram á komandi menningarnóttum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Frábært framtak.

Mæti á næsta ári..(Ef ég má..)

hilmar jónsson, 25.8.2012 kl. 19:07

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Gaman að heyra hvað þetta gekk vel..Já kannski kem ég næst og hitti Hilmar :)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 26.8.2012 kl. 10:52

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ummm komin með vatn í munnin elskuleg mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2012 kl. 21:32

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Takk fyrir það.

Þið eruð öll hjartanlega velkomin, hvenær sem er og þarf ekki endilega menningarnótt til.

Bergljót Gunnarsdóttir, 3.9.2012 kl. 15:27

5 identicon

Já, þetta var sko alveg almennilegt hjá þér kæra frænka. Mun pottþétt koma aftur að ári :) Takk fyrir okkur.

Laulau (IP-tala skráð) 11.9.2012 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband