Til hamingju Hrafn

Það er svo gaman  að geta glaðst á þessum síðustu og verstu tímum. Mitt í öllu svartnætti frétta um fjöldamorð, milljónir bágstaddra flóttamanna og mannvonsku hemimsins, berst sú frétt inn á síður Mbl. að Hrafn Jökulsson hafi hlotiðð viðurkenningu fyrir frábært starf mannvinar.

Þar sem góðir fara liggur leiðin oft til betra lífs. Takk fyrir Hrafn og til hamingju!


Hinsegin dagar.

Þegar ég var krakki og unglingur, en ég er fædd 1940, var það viðhorf ríkjandi meðal almennings, að samkynhneigt fólk væri stórhættulegt.

Lesbíur var varla minnst á, en væri það gert var fyrirlitningin slík að ég varaðist af öllu megni að koma nálægt þessum afvegaleiddu, karlmannslausu hallærisbreddum sem enginn karlmaðurleit við og þess vegna gripu þær til þess örþrifaráðs að halla sér hver að annarri með sódómískum aðferðum, sem hneikslaði hinn réttsýna alvitra borgara svo mikið að þær voru nánast tabú.

Hvað homma snerti, voru þeir upp til hópa kallaðir viðbjóður, og jafnvel barnaníðingar og þóttu sórhættulegir sonum þessara grandvöru borgara sem höfðu siðferðið á hreinu, rétt eins og gagnkynheigðir karlmenn hefðu aldrei brotið nokkurn hlut af sér. 

Það var ekki fyrr en undir tvítugt að ég fór að átta mig á að þetta gæti ekki verið allsherjar rétt.

Ég er alin upp á svokölluðu "betri borgara" heimili, þar sem mikið var um gestagang og margar veislur haldnar af ýmsu tilefni, opinberu- sem einka, en þar upplifði ég samt oft töluvert siðleysi, í flottum veislum þegar áfengið fór að segja til sín og  losna fór um  siðferðisspennitreyjurnar, og einum of margir fóru að líta og þreyfa í aðrar áttir en á sinn ektamaka, ekkert síður en tíðkast oft í dag.

Þetta var alltsaman í fínu lagi, því þetta annars ágæta fólk, sem átti það til að vera ansi lausgirt á tíðum, var allt gagnkynhneigt, og leit alveg takmarkalaust niður á þá sem voru samkynhneigðir, en þeir máttu varla draga lífsandann, þá voru þeir að hórast.

Eftir því sem mér óx aldur, fór hugrakkt hýrt fólk smámsaman að leita réttar síns við ódulda óvild "betri borgaranna", sem skildu ekkert í þessar ósvífni hinna "sódomisku". Ég fylgdist vel með þessu, enda hafði ég þá kynnst fólki sem laðaðist að sínu eigin kyni, en var  þó ekkert öðruvísi en við hin. Flest var það besta fólk, en þar var samt stöku sinnum misjafn sauður í fjárhópnum, en ekkert fleiri en í þeim sem var "rétt kynnhneigður".

Smám saman fór það að opnast fyrir mér að auðvitað væri barátta þessa þjóðfélagshóps, sem telur fleiri en mig hafði nokkru sinni grunað, fullan rétt á sér. Hroki okkar hinna átti afturámóti engan rétt á sér, og að við erum ekkert betri á nokkurn hátt, ef eitthvað er verri, því ekki hafa þau lagt sig í framkróka við að særa, meiða eða niðurlægja okkur, og ekki hafa þau reynt að troða á mannréttindum okkar.

Samstöðubarátta samkynhneigðra  er líklega einsdæmi á Íslandi. Ég veit engin dæmi um pólitíska samstöðu sem kemst í hálfkvisti dugnað og æðruleysi þeirra sem að henni hafa staðið, allir sem einn. Hún hefur tekið langan tíma, og enn er spölur í land, en hugsið ykkur allt það unga fólk sem ekki þarf að kveljast og vera hafnað vegna kynhneigðar sinnar. Það eru bjartari tímar framundan, vonandi, bjartari og bjartari! 

 Ég óska öllum landsmönnum til hamingju með hinsegin daga 2014. 

 


mbl.is Hinsegin dagar byrja á blóðgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yndisleg frétt!

Hjartanlega til hamingju Dagur Steinn! Ég vona að þetta takist allt vel og þú fáir sem mest út úr ferðinni, veðurguðirnir verði ykkur hliðhollir, og sól í sinni sem á skinni! 

 


mbl.is Fer á Þjóðhátíð þökk sé Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íþróttaandi?

Ekki get ég að því gert hversu skortur á íþróttaanda stuðar mig núna, eins og oft áður, þegar ég horfi á Argentínumenn, alla með tölu hágrenjandi á skjánum. Þeir urðu númer tvö í þessari frábæru heimsmeistarakeppni og stóðu sig með sóma. Það getur ekki nema eitt lið unnið og Þjóverjar reyndust ögninni betri og fóru því með sigur að hólmi. Argentínumenn eru næstbestir og nú stendur Mezzi og getur ekki einu sinni lyft verðlaunum sínum sem besti leikmaður mótsins á loft, en stendur með aulasvip af vonbrigðum. Sveiattan - Þetta kallast ekkert annað en að vera illilega tapsár.


Hver veit?

Mér finnst hugmyndin góð og virkilega þess virði að láta reyna á hana. Eins og segir í fréttinni er allt fullt af fólki sem er að gera stuttmyndir af öllum mögulegum toga. Auðvitað eru ansi margir mislitir sauðir í mörgu fé, og ekki allir útvaldir, en þarna er verið að gefa  fólki sem álítur að það hafi eitthvað fram að færa tækifæri.

 Að skapa þessu fólki vettvang til að koma afrakstrinum á framfæri er virkilega áhugavert framtak og  þess virði að fylgjast með framgangi mála. Ég óska forsvarsmönnum stöðvariinnar isTV til hamingju    og vona að allt gangi að óskum.


mbl.is „Hér munu fæðast stjörnur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað og þó miklu fyrr hefði verið!

 Áfengissala Íslendinga hefur undanfarna áratugi verið rekin eins og fólki sé ekki sjálfrátt og þess vegna þurfi að passa upp á það, þannig að margir fá á tilfinninguna að þeir séu eins og hálfgerðir sakamenn eigi þeir erindi í verslanir ÁTVR, að mati þeirra sem stjórna sölunni. 

Hverjum er verið að þjóna er ofar mínum skilningi, því þetta er ekkert annað en skortur á þjónustu að við þá sem vilja kaupa sér brjóstbirtu. Einokun í þessum málum er eitthvað sem flestir vilja vera lausir við árið 2014.

Eins og allir vita þekkist þetta fyrirkomulag varla annarsstaðar, (nema í Noregi) þó maður sjái ekki meiri drykkjuskap í þeim löndum sem fólk getur nálgast vín með matnum, keypt sér bjór og hvað þetta nú allt heitir. Við erum föst í klafa eldgamallar góðtemplaramenningar sem bauð fólki upp á þau rök að allir yrðu fyllibyttur hefðu þeir vín um hönd.

Drykkjuskapur er andstyggðar böl, en hann batnar ekki eða dregur úr honum þó sopinn verði seldur í verslunum, til þeirra sem aldur hafa og drekka af viti. Það er með ólíkindum að sú skoðun að þeir sem drekka sér til óbóta verði eitthvað minna fyrir sopann ef salan fer eingöngu fram á útsölustöðum ÁTVR, nei þeir eru þeir einu sem eru dyggir viðskiptavinir, alltaf, hvar sem salan fer fram.

Ég held að það sé löngu kominn tími til að breyta fyrirkomulaginu, þó ekki væri nema til að spara þeim sem harðastir eru í drykkjunni leigubíl i ríkið þegar þorstinn sækir þá heim. Crying  


mbl.is „Sjálfsagður hlutur að leyfa þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sóðaskapur í Reykjavík

Borgin okkar þ.e. miðborgin sem Samtök ferðaþjónustu eru svo æst að auglýsa út um allar heimsins grundir er að verða einhver sú sóðalegasta í Evrópu og jafnvel víðar. Glerbrot, sígarettustubbar, umbúðir og allskyns drasl liggur eins og hráviði út um allt.

Þar sem mér verður oft gengið um miðbæinn og næsta nágrenni og þarf því að líta þennan ófögnuð augum hefur það svona létthvarflað að mér hvort gatnahreinsunardeildin sé í vetrarfríi, hvort borgarstjórinin sé blind, eða hún vorkenndi svo þeim sem að eiga að vinna þessa vinnu í vetrarkuldanum svo mikið að hún gleymi bara að það er ekkert kalt og hefur ekki verið lengi.

Eg ætla ekkert að minnast á tyggjóið sem er orðið eins og landakort um allar trissur.

Svo eru það hundaeigendurnir sem eru of góðir með sig til að hreinsa upp saurinn eftir hundana sína, sem skíta út um allt, þ.e. hundarnir. Þetta á þó langt í frá við um alla hundaeigendur því flestir, að ég hygg, eru með netta plast poka á sér og hirða þetta upp um leið og dýrin hafa hægt sér. Samt er allt varðandi í þessum ósóma. Þetta er eitthvað sem verður að finna lausn á.

Ég skora á borgarstjórnina til að gera skurk sem um munar í þessum málum fyrir okkur borgarana sem viljum hafa borgina okkar hreina og fallega og ekki síður fyrir ásýnd hennar ferðamönnum til handa. 

E.t.v. væri  hægt að láta ferðaþjónustuna borga einhvern skatt til að halda borginni hreinni svo hún geti kinnroðalaust brosað framan í fólkið sem lætur glepjast í dag til að heimsækja þennan ruslahaug.


Úff

Þetta er svo sem allt ágætt fyrir utan hversu mikill og ljót sjónmengun er af þessu ljóta stóra mannvirki sem skyggir á sjávarsýn frá einu fallegasta þorpi landsins. Það er synd að Bílddælingar skyldu fást til að samþykkja staðsetninguna, en skýringin er eflaust sú að illa áraði og atvinnuleysi mikið þegar þessi ákvörðun var tekin.

Því miður verður þessu varla breytt héðan af, en mikið væri gaman að sjá hafnar svæðið án þessa skrímslis.

Eg samgleðst að öðru leyti Bílddælingum með vaxtarbroddana sem skapast hafa í atvinnulífinu að undanförnu með laxeldi o.fl. 


mbl.is Ný verksmiðja reist á Bíldudal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stelpan okkar!

Þetta afrek Vilborgar Örnu er eitthvað sem er ekki á allra færi, hvorki líkam- eða andlega. Að ganga alla þessa leið í ískulda og roki, í erfiðu landslagi alein í tvo mánuði, er eitthvað sem flestum okkar hinna finnst ógerlegt. Ég óska Vilborgu hjartanlega til hamingju með sigurinn, já sigurinn, því það er ekki á allra færi að sigra Suðurskautslandið og komast á pólinn, og ég samgleðst henni heilshugar.
mbl.is Kartöflur með beikoni á pólnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Galtóm tunna!

Untitled

Æi Össur hættu nú. Í den, og jafnvel enn, var þetta kallað hórarí. Það er með endemum hvað menn leggja á sig til að hanga í starfi sem þeir eru ekki að ráða við, gjörsamlega staurblindir á hversu lágt þeir leggjast í örvæntingunni.

Æi Össur hættu nú, það er farið að bylja allt of hátt í þér miðað við innistæðuna.


mbl.is „Ég elska alla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband